Pælingar
Nú er svo komið að mér er boðið góður díll í World Class í gegnum vinnuna hjá mér, en ég er enn í áskrift hjá Sporthúsinu og mér líkar vel við að vera þar, en það er bara svo langt að keyra þangað. WC er td hér í Spönginni en Sporthúsið er í Kópavogi. Þannig að það telur fljótt að keyra þangað.
Það endar eflaust með því að ég hætti að pæla svona mikið í þessu og skelli mér bara á WC kortið, en mér finnst samt vera svo mikill mórall í fólki þegar maður minnist á WC.. Væntanlega útaf einhverju sem ég hef ekkert verið að pæla í..
Annars er það að frétta að við Victor frændi erum byrjaðir að vinna að verkefni sem verður vonandi að söluvöru fljótlega. Merkilegt hvað menn skilja hvorn annan þrátt fyrir það að vera í sitt hvoru landinu og geta unnið saman að sameiginlegu markmiði =) Ég minnist nú sérstaklega á það þar sem maður er vanur því að geta varla unnið með mönnum sem maður er að hitta og funda með reglulega, eins og vanin er hér á landi =P
Og já.. ég skipti um þemu aftur á síðunni =) Fyrir valinu í þetta skiptið var innbyggða þeman „Twenty Eleven“ sem fylgir með WordPress. Ástæðan fyrir þessu er að ég er með þessa þemu á annari síðu sem ég skrifa á og ég sá svo mikin mun á leturgerðum á síðunni að ég ákvað að prófa þetta á aðalsíðunni hjá mér líka. Má vel vera að ég eigi eftir að skipta aftur um þemu og fara aftur í fyrri þemu, en enn sem komið er verð ég áfram í þessari ;)