Nýtt ár


Fyrst og fremst, gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!

Nú þar sem nýtt ár er gengið í garð þá er alltaf hellingur af fólki sem er að strengja áramótaheit í kringum mig, en þó svo að ég hafi eiginlega aldrei tekið þátt í þessu þar sem mér finnst fólk oftast bara rétt duga út janúar í tengslum við þau heit (jafnvel styttra ef um ræðir líkamsrækt!) þá hef ég ákveðið að strengja nokkur sjálfur.

Ástæða þess er að það eru svo margir hlutir sem mig langar að gera áður en ég verð of gamall og missi af tækifærinu á að gera þessa hluti.

Fyrst og fremst langar mig að vera betri faðir og betri manneskja yfirhöfuð og er það því heit mitt sjálfum mér nr. 1.

Í öðru lagi langar mig að rækta betur mín áhugamál og finna mér jafnvægi sem ég hef hingað til ekki haft. Til þess ætla ég td. að auka við mig þekkingu og getu í ljósmyndun þar sem ég held að ég hafi aldrei haft eitt áhugamál sem hefur kveikt jafn mikið í mér og hún. Ég hef verið að leika mér töluvert með ljósstanda og stúdíó lýsingu síðustu mánuði en sama sem ekkert verið úti við að taka myndir. Því hef ég setið og skrifað niður þó nokkrar hugmyndir um hluti sem mig langar að framkvæma, sviðsettar og uppsettar myndatökur með módelum og náttúru ásamt ýmsu fleirru.

Þriðja atriðið er svo eitthvað sem ég ætlaði mér á síðasta ári, setti svo á hold þar til nú af því að ég ætlaði ekki að þora því einn.. Hvað það er kemur fljótt í ljós en ég ætla að vona að ég hafi þor í mér til að klára það verkefni og koma því frá mér =D