Gleðilegt nýtt ár!
Já, árið 2007 er liðið, mér sem fannst það bara nýbyrjað =P Áramótin hjá okkur voru bara hin rólegustu, fórum í mat til m&p; og vorum þar til um 1 eftir miðnætti, komum þá börnunum í háttin, þetta var það lengsta sem þau höfðu vakað nokkurn tíman að ég muni. Skáluðum svo nýju ári í sófanum inni í stofu og fórum svo í bælið sjálf um 2 leytið, óttarlega kósý og rólegt eitthvað hjá okkur =D
Ég er búinn að vera að melta það hvort ég eigi að setja nýja þemu á síðuna hjá mér eða ekki, jafnvel bara css breytingu, sjáum til hvernig það fer.
Annars er það að frétta að það bættist við stór biti í mótorhjólagallann hjá mér, átti hanska og hjálm upphaflega, ökukennaranum tókst hinsvegar að keyra yfir hjálminn minn í prófinu (nei, hann var ekki á hausnum á mér þá, hehe) þannig að eftir stóðu hanskarnir, núna á aðfangadag kom Biggi mágur hinsvegar með gamlar buxur sem hann átti og leyfði mér að máta, haldiði að þær hafi ekki smell passað, ekki slæmt þegar það er um 20cm munur á okkur (tæplega). Þannig að núna á ég þessar líka flottu leður smekkbuxur og hanskana mína. Biggi er annars með frúnni sinni útí BNA núna og ætlaði að kíkja á að leita fyrir mig að jakka og skóm fyrir mig í leiðinni. Væri draumur að vera kominn með gallann allan áður en hjólakaupin verða núna í vor.