Gamalt efni


Nýtt kerfi

Já, ég elska þetta nýja system sem ég er að nota fyrir síðuna mína, það heitir Astro og er í raun safn af tólum á tölvunni minni sem ég bý til síðuna í, keyri svo eina skipun í lokin og þá enda ég uppi með tilbúna, static síðu (engin gagnagrunnur) sem ég þarf bara að spóla inn á vefþjóninn hjá mér. Þetta þýðir að ég þarf ekki lengur að lifa í heimi Wordpress og endalausu tölvupóstanna sem koma frá þvi kerfi.

Gömul blogg færð yfir

Þar sem ég er að skipta alfarið um kerfi þá er ég að vinna í að færa valdar færslur úr gamla kerfinu yfir í þetta nýja, þannig að ekki láta þér bregða ef það kemur allt í einu hellingur af nýjum færslum hérna!