Cap!?


Lenti í því núna fyrir nokkrum dögum að allt erlent samband hjá mér varð skelfilega slow.. Og þar sem ég var ekki farinn yfir 80G erlent í mánuðinum datt mér ekki í hug að það væri búið að cap’a tenginguna. Guði sé lof er ég með proxy líka þannig að ég gat reddað mér þannig fyrir það nauðsynlegasta.

En.. ég ákvað að hringja í Vodafone núna áðan og tékka á því af hverju netið væri svona slow erlendis til, fékk þau svör að það væri búið að cap’a mig þar sem ég væri farin yfir limit’ið. Ég sagði honum að það væri ekki raunin, ég ætti enn 500MB eftir (væri í 79.5GB það sem af er mánuði) sem hann staðfesti svo að væri. Bað mig að bíða í smá stund, kom svo aftur í símann og sagðist hafa aflétt cap’inu, sem er reyndar ekki raunin but anyways.. stutt eftir af mánuðinum..

(hér vantar mynd)

Mér til sönnunar þá er hérna screenshot af stöðunni núna rétt áðan, sem sýnir vissulega að það eru enn 500MB eftir þar til ég ætti að vera cap’aður..

Spurningin vaknar óneitanlega, getur verið að reiknireglurnar hjá Vodafone séu að rúna tölur ? 79.5 rúnað væri náttúrulega 80.. og ef svo er, finnst þér það ekki soldið skítt ?

Ég tók sjálfur eftir því þegar ég var kominn í 79G, stoppaði allt nema MSN og að vafra til að missa ekki niður virkni á teningunni út mánuðinn, en eftir 500MB (þegar ég náði 79.5GB) þá bara er allt dautt? =P

Svo er reyndar eitt sem mér finnst soldið fyndið, ef þú skoðar myndina sérðu “vefvarp”. Vodafone bauð lengi vel upp á frítt shoutcast vefvarp í gegnum proxy hjá sér.. Nema hvað.. ég hef ekki fengið það til að virka síðan.. 2006 held ég, þrátt fyrir að nokkrir vinir mínir, ma. Berti hafa sagst vera að nota þann proxy enn þann dag í dag.

Þannig að, mér þykir það frekar skondið að sjá þetta sem möguleika þarna inni á stöplaritinu án þess þó að ég hafi aðgang að því. Ég hef ítrekað leitað að þessu á vodafone.is síðunni, bæði á henni sjálfri og með því að leita á google með: “site:vodafone.is leitarorð” en ekkert finn ég.

Er Vodafone enn að bjóða upp á þetta eða ekki ? =P