Áframhaldandi þróun


Jæja, þá er ég búin að setja upp issue tracker til að koma ferlinu í gang aftur með WPis viðbótina mína. Sem er stendur hún í útgáfu 1.0.5 og gerir það sem hún átti upphaflega að gera, en ég stefni á að vera búin að setja inn einhverjar nýjungar fram að útgáfu 1.1. Þar á meðal má minnst á:

  • Umturna útlitinu á bakendanum, hafa viðbótina undir sínum eigin header í stað þess að vera undir “Stillingar / Settings”.
  • Bjóða upp á litla auglýsingu á fæti síðunnar vilji fólk það
  • Aðgreina fréttirnar og uppfærslu þýðingar í sitt hvora undirsíðuna
  • Bæta við leið fyrir fólk til að hafa samband við þýðingarhópin með uppástungur, vandamál eða almenn skilaboð.
  • Bjóða upp á að geta þýtt strengi og senda þá inn til hópsins.

Þetta er ekki tæmandi listi, það mun eflaust eitthvað breytast við þetta, sumt detta út, annað bætast við. En þarna sjáiði hvað ég er að hugsa með þessu.

Svo má minnast á það að það er komin nýrri útgáfa af þýðingunni, sem er 3.3 samhæfð, þannig að þeir sem eiga eftir að uppfæra eru hvattir til þess að smella á uppfærsluhnappinn í WPis viðbótinni.